Ég var að vinna við tamningar í Eyjafirðinum sumar 1998 og kynntist þar Gustsyni sem átti eftir að verða besti vinur minn. Hann heitir Hrímnir frá Ytri-Tjörnum. Ég var að leita mér að hesti til þess að temja sjálf og þjálfa og stefna með á Landsmót 2000. Þá fann ég þennan gráa hest, 5 vetra gamlann sem kom til okkar í tamningu til 3 mánaða. Við pabbi buðum í hann en fengum hann ekki keyptan fyrr en um áramótin 1998-1999 á 110.000 krónur og vorum við mjög ánægð með það. Ég hélt áfram að temja hann og gangsetja um vorin og áfram um sumarið og varð þetta mjög góður hestur. Seinnipartinn um sumarið var hann fyst að verða mjög góður og var rými hjá honum eins og það gerist best í hesti bæði á brokki og tölti og var einu sinni mældur á honum hraðinn á tölti með því að keyra með á bíl og náði hann um 40 kílómetra hraða á yfirferðatölti. Þetta var einnig mjög geðgóður og þægilegur hestur í alla staði og fallegur líka, ágætlega faxprúður sem var gott af gustsyni að vera. Ég keppti aðeins á honum sumarið 1999 og gekk það alveg ágætlega en það var sumarið 2000 sem hjólin fóru að snúast. Þá komst ég inn á Landsmót og gekk það ekki alveg nógu vel en fyrr um sumarið var keppt á Bikarmóti Norðurlands og náði hann þar sjöundu bestu einkunn í fjórgangi yfir allt árið sem var mjög gott og svo sigraði ég einnig B-flokk gæðinga á honum á félagsmóti Funa og Léttis sem var mikið afrek miðað við að þar voru margir frægir og flinkir knapar með mun meiri reynslu en við Hrímnir. Þar sigraði ég með 8.73 í aðaleinkun eftir úrslit og er það minn mesti sigur. ég vildi ekki selja klárinn en pabbi átti meirihlutann í honum þannig að við fengum rosagott tilboð í hann út frá sigrum hans og góðum einkunnum og við seldum hann þar um veturinn á 850.000 til Reykjavíkur þar sem hann unir sér vonandi vel. Vonandi mun ég samt kynnast öðrum eins hesti síðar meir.
Kveðja Stelpa83