Ég var að velta soldlu fyrir mér..!

Ég hef svona heyrt um það að það sé erfiðarða að temja hesta og gera þá að topp hrossum ef þeir eru ógeldir.

En ég á semsagt tryppi sem er rúmlega 15 mánaða og hann er undan Ósvífri frá Flugumýri.

Sá hestur er með YFIR 8,5 í meðaleinkunn(minnir mig) og alveg rosalega fallegur og góður hestur. Merin mín (móðir folaldsins) fékk svo 8,59 í meðaleinkunn á svona unghesta sýningu fyrir nokkrum árum.

Tryppið sýnir líka fallega fótaburði og fólk er alltaf að segja hvað hann sé fallegur í framan og með fallega fætur :)

Hann er svona nokkurn veginn ljósbleikur og með rautt fax og tagl…!

ég hef ekki séð marga svoleiðis hesta en mér finnst það mjög flottur litur!!!!

Mig langar ekki að gelda hann ef ég skildi geta notað hann til undaneldis seinna….!!
en er það eitthvað slæmt að gera það ekki??

Getið þið nokkuð sagt mér svona í stuttu máli kosti og galla þess að gelda hesta???