Jæja núna ætla ég að koma niður nokkrum hugleiðingum. Reyndar passar efnið ekki beint inn á hestaáhugamálið en þetta er það sem ég komst næst efninu. Allavega…

Í sumar gerðist sá fátíði atburður að Guttormur, naut allra landsmanna varð tíu ára gamall. Til hamingju gamli skröggur. En hvað með það? Ok, okkur mannkyninu finnst gaman að eiga afmæli en svona dýr, hvað vita þau í sinn haus? Er ekki alltaf sagt “margt skrítið í kýrhausnum”? Jú, þá hlýtur það að vera innifalið að þau viti hvað tímanum líður. Jú, jú beljurnar hjá okkur fara að tygja sig heim þegar fer að líða að mjöltum. En Guttormur, stærsta og feitasta naut landsins, ætli vitið hans fljúgi með árunum. Seinast þegar ég sá mynd af honum stóð hann bara og góndi út í loftið og beið eftir því að Guðni okkar landbúnaðarráðherra kæmi að kyssa sig. Ekki veit ég, en Guðni er ekki samkynhneigður því hann á konu og krakka (að mig minnir).
En svo er svoleiðis að það er belja hjá okkur sem er líka orðin tíu ára gömul og hundurinn er einnig orðinn tíu. Hann er reyndar búinn að týna öllu sínu viti á öllum ferðunum niður í fjárhús. En þegar Guttormur var tíu fengu allir köku og Guttormur þarf sko enga köku því hann er örugglega svo feitur að hann sprengir viktina sem er í Húsdýragarðinum. Nei, nei en það er alltaf hægt að láta sig dreyma.
Já, á meðan ég man þá er klárinn minn líka að verða tíu vetra í vor. Sá skal sko fá mikið hey á stallinn sinn ;-)