Í þessari grein ætla ég að fjalla um hryssuna mína Fönn frá Ytri-Kóngsbakka. Fönn er 5.v. albínóa hryssa undan Svan frá Stykkishólmi og sýndri hryssu.
Ég fékk Fönn þarseinasta haust, þá var hún 4.v. og ég skipti hennni fyrir aðra hryssu og fékk pening á milli.
Fönn var strax rosalega ágeng inná húsi óð yfir mann og var gjörspillt. Enn rosalega ljúf og góð fyrir utan frekjuna í henni, hún er rosalega forvitinn. Alltaf þegar að maður fer með hjólbörurnar út í haug þá kemst maður valla því að hún þarf að rannsaka allt sem er ofan í hjólbörunum svo hleypur hún og leikur sér inná milli. Einnig ef það er verið að leggja á og hestarnir eru hinu megin við girðinguna enn hún nær í þá og maður fer inn að ná í kamb eða hnakk þá tekur hún beislinn af þeim það finnst henni ægilega gaman hún er nefninlega rosalega stríðinn.
Í fyrsta sinn sem að ég fór á hana stóð hún eins og steinn og var ekkert á því að fara að hreyfa sig strax því að henni fannst þetta allt svo forvitilegt og sneri höfðinu til að sjá hvað ég var að gera. Eftir að ég kom henni úr sporinu brokkaði hún eins og engill og þegar að ég fór að reyna að taka aðeins mjög laust samt í taumana tók hún töltspor.
Ég fór 6 sinnum á hana í fyrra þar sem að ég var í aðgerð og hafði lítið þrek til að vera að temja enn á þeim fáu skiptum varð hún nánast reiðfær, aldrey neitt vesen.
Fönn fór undir graðhestinn minn hann Gylli sem er einnig frá Ytri-Kóngsbakka í sumarenn hann er ljósmoldóttur og vonandi kemur fallegt moldótt merarfolald undan þeim enn það er guði sé lof ekki möguleiki á rauðu þar sem að albínóar geta ekki gefið rauð folöld enn það geta komið; leirljóst, moldótt, albínói, móálótt og fl. litir undan þeim.
Þegar að hún er búin að eiga folaldið ætla ég að klára að temja hana og fara með hana í kynbótadóm og vona ég að það komi vel út. Margir hafa haft áhuga á því að kaupa hana enn ég er ekki á því að selja hana.
Mig langaði bara að segja ykkur smá frá þessari frábæru meri sem ég á og vonandi koma fleiri sögur af hestunum ykkar. Einnig sendi ég mynd af henni inná síðuna og það er hægt að skoða myndir af henni og Gylli og hinum hestunum mínum inná kasmír síðunni minni.