Hæhæ hestahugarar! :)

Það er svo langt síðan að ég hef sent grein hingað inn, svo ég ákvað að setjast niður og biðja ykkur um smá ráðleggingu og hjálp;

Ég á meri sem er á fimmta vetri, undan Skorra frá Gunnarsholti, sem ég er farin að ríða nokkuð mikið. Hún er mjög þæg, hefur gaman af allri vinnu, og er sjálfstæð og viljug.
Nú er svo komið að því að ég þarf bráðum að fara að gangsetja hana! Ég hef unnið með marga hesta í sambandi við tölt; hesta sem binda sig, hesta sem vilja ekki tölta, og fleira. En ég hef aldrei gangsett hest frá grunni!
Merin er mjög opin fyrir tölti, og er strax farin að stíga töltspor. Ég hef verið að láta hana tölta mjög hægt, þegar hún hefur verið að taka upp á því sjálf (þ.e.a.s. ekkert verið að stoppa hana frá því) T.d. þegar ég hægi hana niður eða tek í hana ef hún vill fara áfram en ég ekki.

Svo nú er spurningin mín bara, hvort þið getið gefið mér einhver góð ráð um hvernig ég næ sem bestum árangri með merina!
Ég hef miklar væntingar til hennar því hún hefur gott brokk, fallega lyftu og fínan höfuðburð (svona miðað við þá þjálfun sem hún hefur fengið!)

Ég vil gera þetta sem ALLRA, allra best og leggja mig fram, svo ÖLL ráð eru vel þegin! :)
Og endilega segið mér frá mistökum sem á að forðast, eða bara einhverju öðru! Ég gleypi þetta í mig hrátt! :D

Með fyrirfram þökk, Ásta!