Ég hef verið að velta fyrir mér hestum og motocrosshjólum og hvernig þeim fer saman. Það gefur auga leið að hestar geta ekki umgengist þessi mótorhjól vegna þess að þeir verða hræddir við þau. Þannig vill nú til að ég er á motocross hjóli og hef mikið gaman að því að keyra. Því miður neiðist ég til að keyra á hestastígum en reyni eftir fremsta megni að sýna tillit til hestafólks (þó svo að það sé yfirleitt miskilið.) Þegar ég sé reiðisvipin á hestamönnum held ég að þeir hugsi, “Af hverju í andsk.. eru þessi mótorhjól á reiðgötunum OKKAR”. Við þessu er einfalt svar, hestastígarnir eru allstaðar og því er ekkert pláss fyrir mótorhjólafólk. Af þessu leiðir að krossararnir eru út um allt í staðin fyrir á einu afmörkuðu svæði. Ég veit að það hefur verið reynt margsinis að fá svæði fyrir krossbraut og ef úr því mundi verða yrðu gerðir stígar til og frá því. En vegna þess að hestafólk er með sitt svæði allstaðar fæst ekkert svæði fyrir mórorhjól. Því er ég aðalega að athuga hvor að hestafólk væri ekki til í að athuga með að láta af hendi smá skika svo að krossarar gætu verið þar.
Báðir aðilar hafa hagsmuni af þessu
Krossarar: Fá svæði þar sem þeir “meiga” vera
Hestar: Fá frið fyrir mótorhjólunum á hinum öllum svæðunum

Endilega látið mig fá comment á þetta en ekki nein leiðinleg svör s.s. “hestar meiga allt”, eða “krossarar eru í vaxandi mæli og eiga því meiri rétt”

Kv. Íva