Hafið þið einhvern tíma verið sökuð um að vannæra hrossin ykkar og fara illa með þau?

Frænka mín sagði mér um daginn að síðasta vetur hefði sú saga farið af stað í sveitinni okkar, að hrossin þeirra væru vannærð og að það væri farið mjög illa með þau, sem er og var hauga lygi. En það versta er að frændi okkar sem hefur fengið að geyma hestinn sinn hjá frænku minni í mörg, mörg, mörg, mörg ár frétti þetta frá einhverjum sveitungnum og trúir því að farið sé illa með hestinn hans! Og núna er hann búin að taka hestinn (sem heitir Rauður… eða Gústa-Rauður) og fara með hann á annan bæ í sömu sveit. Rauður er einn af aðalhestunum í stóðinu hjá frænku minni og hefur í raun sérstakt hásæti innan stóðsins sem hann deilir með besta vini sínu Erpi sem er leiðtogi stóðsins. Mér finnst ekki sanngjarnt að hann sé sviptur þeim stalli sem hann hefur og nú þarf hann að fara að berjast fyrir því að komast inn í annað stóð sem hann þekkir ekki. Hann hefur verið hluti af hinu stóðinu svo lengi,næstum því alveg síðan foreldrar frænku minnar hófu búskapinn fyrir einhverjum 20 árum.

Ég veit hvernig hestar geta verið þegar nýjir hestar bætast í hópinn t.d. er einn hesturinn í stóðinu hjá frænku minni sem er svo illa við ókunn hross að hann leggur þau í einelti, útskúfar þau og hann gengur jafnvel svo langt að reyna að drepa þau! Hann gerir þetta líka þó það sé hestur sem er hluti af stóðinu en
hefur bara verið lengi í burtu (t.d. í afrétt).

En það er bara svo fáránlegt að frændi okkar skuli gera þetta. Hann vill frekar trú einhverjum sveitungum sem slúðra bara með eitthvað sem þeir vita ekkert um en þeim sem vita sannleikan í raun og veru. Hann gekk jafnvel svo langt að senda einhvern eftirlitsmann til þess að athuga ástandið á hestunum, en öll hrossin voru í góðum holdum nema ein meri sem var með folald og varð mjög slöpp eftir á og horaðist mjög þann vetur og er enn að jafn sig. Hún er samt mesti hestur sem ég hef nokkur tíman kynnst.

Málið er þannig að frænka mín býr ekki á bænum á veturnar en þau eru þar allar helgar á veturna og geta þannig fylgst með hrossunum en svo gefur maðurinn þeim á hverju degi og lítur eftir þeim. (Sama saga gekk samt um hann líka.)

Mér finnst þetta bara svo fáránlegt! Hvernig getur fólk bara búið til einhverja svona sögu!?! Og bara svo þið vitið þá er Gústa- Rauður svo langt frá því að vera vannærður og farið illa með hann. Hann fær yfirleitt allt of mikið að éta og hann er á efa feitasti hesturinn á bænum, það er farið með hann eins og kóng!
Fólk er fáránlegt!