Ég er mikill dýravinurog þá einkum hunda og hesta. Ég ætla að segja ykkur frá Röskvu minni.

Röskva er rauðskjótt hryssa. Hún er fjögra að verða fimm vetra í vor. Þegar ég sá Röskvu fyrst heilaðist ég af stærð hennar og vaxtarlagi, því hún er stór og falleg. Þá var hún kölluð Sjöfn, en ég vissi strax að hún ætti heldur að heita Röskva. Hún var heldur stygg í fyrstu, og vildi ekkert við mig tala. Í annað skipti sem ég hitti Röskvu urðum við góðir vinir, því mér var sagt að gefa öllum hestunum brauð. Á meðan verið var að járna Rökkva var Blær settur í stíuna við hliðina á henni, bæði brugðust illa við og ausuðu og spörkuðu í grindina og eflaust hefðu þau getað brotið hana niður. Þarna komst ég að því að hún vill ekki láta vaða yfir sig. Þess vegna gekk mjög illa að járna hana eftir á því henni líkaði ekki að láta fikta við lappirnar á sér. Þess vegna segi ég að við eigum eitt greinilega sameiginlegt, sem er þrjóskan.
Fljótlega fór ég og talaði við hana á meðan ég klappaði henni. Hún róaðist fljótlega og við urðum en betri vinir.En samt var bara komist yfir það að járna hana að framann og það er en ekki búið að járna hana að aftan.
Í þriðja skiptið sem ég hitti hana var verið að baða hrossin. Ég nennti ekki að fylgjast með þegar það var verið að baða gráan hest sem heitir Gráni þannig að ég fór til hennar Röskvu og hinna hestanna. Þegar ég var að klappa henni reyndi hesturinn Rökkvi sem
var í stíunni við hliðinni á henni að bíta mig, en þá sýndi hún að hún væri vinur minn með því að bíta hann. Svo leit hún á mig eins og til að segja
,, Hann er bara fáviti sem lærir ekki nema hann sé bitinn fyrir það sem hann gerir af sér.“
Ég segi sjálf að hún hafi gert þetta af trygglindi en kanski var þetta bara afsökun sem hún notaði til að mega bíta hann, því hún er svolítið frek og stríðin við aðra hesta. Hún var ekki hrifin af því að láta baða sig. Í fjórða skiptið sem ég kom upp í hesthús til hennar gerðist ekkert spennandi, nema ég hitti folaldið Kulda sem fæddist svolítið eftir réttan tíma. Hann heitir Kuldi því hann fæddist þegar það var orðið kalt í veðri. Svo hitti ég faðir Kulda, Hrók, sem er einn fallegasti litförótti hestur sem ég þekki. (reyndar þekki ég ekki neina aðra litförótta.) En ég gleymdi að minnast á það af hverju hún heitir Röskva, en hún heitir það vegna þess að hún er skjótt, en það er talað um að skjótast ef einhver ætlar að vera fljótur en að vera rösk er annað orð yfir að vera fljót, og þess vegna heitir hún Röskva. Í fimmta sinn þegar ég fór upp í hesthús til Röskvu fanst mér hún ennþá jafnfrábær og þegar ég sá hana fyrst. Ég hef enn ekki séð neitt slæmt við hana, nema að hún er pínulítið geðvond. T.d. er henni illa við að láta kitla sig á maganum, en kanski brá henni bara svona mikið en margir ótamdir hestar og sumir tamdir hefðu látið verr en hún lét, þá verða þeir ofboðslega hræddir eða taugaveiklaðir. Röskva var ekki vitund taugaveikluð en hún hrökk smá við þegar tamningarmaðurinn var að stríða henni, og færði sig undan, meðan sumir hestar hefðu slegið, bitið, prjónað og ausað. Festir hestar hefðu allaveganna látið sjá í hvítuna í augunum en ekki Röskva. Hún stóð sallaróleg og eftir smá stund leyfði hún honum að fikta í sér. En svona að eins og til að sína fram á þá fáu galla sem hún hefur verð ég að skrifa allt…
Þegar ég kom var hún og trippinn tvö í stíunni á móti úti í gerði. Hún kom beint inn og fór inn í stíuna sína en það varð að reka á eftir trippunum. Ég byrjaaði að klappa henni en hún vildi ekki klapp í þetta sinn, hún ýtti við mér eins og til að segja ,,ég vil ekki klapp, ég vil hey” en hún hefði ekki þurft þess því fljótlega var komið með hey fyrir hana.Tamningarmaðurinn fór á bak og stríddi henni svolítið. Ég var ekki lengi í hesthúsinu en ég fékk að vita að hún væri undan bleik Skjóna eða Skjónu (ég heyrði ekki hvort) og að hún yrði í fyrsta lagi reiðfær í mars. Ég hlakka svo til!!!
Í sjötta sinn þegar ég fór til hennar gerðist ekkert merkilegt, því maðurin sem temur hana var að fara með hey upp í Hestamannafélagið Fák. Í sjöunda skipti kom Perla vinkona mín með mér. Henni leist rosalega vel á Röskvu, og var jafn heilluð af henni og ég.

Hvernig líst þér á Röskvu? Hverjir helduru að gallar/kostir hennar séu? Átt þú hest? Vilt þú þá segja mér frá honum?
-