Loksins er merin mín hún Tinna komin á hús, jibbí!!!!
En hún var í Víðinesi og var búin að vera þar síðan í júní. Svo hafði ég tíma í dag til þess að sækja hana. Ég reið henni bara yfir leirurnar (er í hesthúsi í Mosfellsbæ) og það var alveg æðislegt. Ég nefnilega fékk engan bíl né kerru lánaða til þess að sækja hana svo ég reið henni yfir. En veðrið hefði mátt vera betra, rigning og smá vindur. En um leið og ég var komin á Tinnu aftur og leirurnar biðu okkar þá gleymdi ég veðrinu og þetta var svo æðislegt. Það er líka orðið svolítið langt síðan ég fór á bak seinast, eða í réttunum nú í haust. Loksins ég farið að hanga í hesthúsinu og kemba litlu en gömlu dúllunni minni, en hún er 17 vetra.
Eru margir hérna búnir að taka inn?
Núna get ég ekki beðið eftir að fá hana járnaða og fara svo á bak. En fyrst verður hún að fá að kynnast hestunum í hesthúsinu og já nýja hesthúsinu og svo fóðrinu. Nú líður mér sko vel :) :) :)