Hann Tindur minn. Ég á einn hest sem heitir Tindur, hann er jafngamall mér og hefur reynst mér góður og traustur hestur.
Hann fæddist á Helgastöðum hjá Kirkjubæjarklaustri.
Hann er undan Skjöldólfi frá Helgastöðum og Melkorku frá Helgastöðum.

Maður og fyrrum leikari, Jón Sigurbjörnsson sem afi þekkir átti þennan gæðing að upphafi, og átti hann til c.a. 4 vetra aldurs.
Síðan keypti amma mín hann og hann fékk alltaf að vera hjá okkur á sumrin.
Mínar fyrstu minningar eru þær þegar ég var 4 ára var ég látinn einn á hann að smala hrossum inní girðingu, en þá var hann einnig 4 vetra.
Það sérstaklega sem ég man eftir er þegar ég var frammhjá stóra skurðinum á fleygiferð einn á honum.

En þegar ég átti 8 ára afmælisaldur fékk ég og bróður minn bréf í pósti, en það var á afmælisdegi bróður míns.
En í bréfinu var kort og á því var ein falleg vísa sem ég er samt ekki alveg að muna en það var eitthvað svona:
…gæðing einn færð þú hér sem er hann Tindur minn!!!
Ég kættist svooo mikið við þetta enda hef ég verið á honum síðan ég man eftir mér. Bróður minn fékk einnig góðan gæðing sem hann hefur verið í uppáhaldi hjá honum en minn er betri >:D En þau hjón voru þá að hætta í hestamennskunni.
Alltaf hefur hann já reynst mér góður og tryggur hestur sem ég treysti alltaf.
En stundum getur komið smá prakkari í hann >:D
En einu sinni var ég á honum með foreldrum mínum á leið í kringum elliðavatn, og við vorum að fara niður brekku á fleygiferð en þá finnst honum svo gaman að hlaupa að hann skvettir upp rassinum og þeytir mér af baki.
Ég dett og fer að grenja (7 ára) og ligg eins og skata í brekkunni en ég ranka við mér þegar ég finn snoppuna hans vera að ýta við mér (Án Djóks)
Þá hefur hann snúið við frá öllum hinum hestunum og reynt að ýta við mér og koma mér á lappir.
En ég var sendur á spítala til öryggis, og það var ekkert að mér þá.
En þegar ég kem aftur í hesthúsið þá kemur hann strax til mín út stíjunni sinni og er óvenjulega mikið að tala við mig.
Hann hefur líklega munað eftir þessu því að hann hefur aldrei verið svona mikið að tala við mig þá. Ég var ekki með neitt brauð eða poka eða neitt.
En þessi gæðingur hefur alltaf reynst mér góður og traustur hestur sem er alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Danke
Flipskate.