Með slaufu um magann

Það var sumar, og ég var nýkomin í sveitina.

Ég var 10 ára og mér hlakkaði mikið til því ég var að fara að keppa í annað skipti á ævini þetta sumar. Fyrsta daginn þegar við vöknuðum í sveitinni, spurði pabbi mig hvort ég vildi ekki koma með honum út í hesthús og heilsa upp á hann Draum (hestinn sem ég átti að keppa á).

Við röltum út í hesthús og á leiðinni sá ég að hestarnir voru allir úti í girðingu, en þeir voru það langt í burtu að ég sá ekki hvort þeir voru þar allir þannig að ég sagði ekki neitt en fann samt að það var eitthvað undarlegt á seiði. Mér fannst ólíklegt að draumur væri einn inni!

Þegar við komum inn í hesthúsið, stóð ókunnugur hestur í einum básnum, með stóra bláa slaufu um magann! Og hann var merktur mér! Ég leit á pabba og Björk (kærustuna hans) og þau brostu bara, þannig að ég hljóp að hestinum og faðmaði hann að mér eins fast og ég gat. Hann var mjög lítill, brúnn og með stjörnu sem myndaði töluna 6. Hann hét Leiftur. Við gerðum alltaf grín af því að hann væri svo “sexi” og þessvegna myndaði stjarnan hans töluna sex.

Ég var svo ánægð að það er ekki hægt að lýsa því. Þetta var alls ekkert flottur eða góður hestur þannig, en hann var akkurat það sem 10 ára stelpu dreymdi um. Rólegur og sem var hægt að leika sér með og fara berbakt á. Allir kölluðu hann “feita svínið” vegna þess hversu lítill og mikil bolla hann var, en það var nú mest bara í gríni þótt þetta passaði pínu við hann! :)

Ég átti Leiftur í eitt og hálft ár, þá varð hann veikur og þurfti að fara í slátrun. Ég sá auðvitað eftir honum en ég vissi að það var betra fyrir hann að deyja. Hann var líka latur og ég hafði fljótt hætt að nota hann hvort er því hann lullaði bara og var alltaf seinastur ef margir voru saman.

Ég fékk annan hest í staðinn sem var mjög góður og flottur. Sá hestur var kargur og ég skipti á honum og merinni sem ég á núna, og ég get ekki ímyndað mér betri hest en hana Lukku mína! Hún er gjörsamlega mitt eitt og allt! Ég hef oft ætlað að kaupa mér annan hest úr sveitinni, en ég á nóg í Lukku í bili, ég fer með hana undir fola þegar hún er tilbúin og hlakka mjög til að fá folald undan henni. En þangað til ætla ég “bara” að vera að þjálfa hestana í svetinni, og temja það sem þarf að temja og svoleiðis. Ég hef enga þörf fyrir að eiga fleiri hesta en Lukku, hún nægir mér alveg og ég veit að ef mig langar þá fæ ég lánaða flest alla hesta í svetinni. Og svo er auðvitað gaman líka að geta hjálpað öðrum með að temja og allt þannig því þá fær maður sjálfur eitthvað á móti!


Ekkert getur samt fengið mig til að gleyma fyrsta hestinum mínum og alls ekki þessum einstaka dag þegar ég fékk hann og ég hugsa oft um hann og tímana sem við áttum, en ég veit að þetta var góður hestur til að byrja á, en hann hefði ekki hentað mér til lengri tíma.

Jæja, þetta er sagan af fyrsta hestinum mínum, vonandi hafið þið gaman af! :)