Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver af ykkur vissi nokkuð hvernig ég get fengið hestana mína skráða.
Ég fékk ættartöluna hjá merinni minni hjá manninum sem ég keypti hana af en svo fór ég að skoða hana nánar á www.hestur.is og þá stenst hún bara engan veginn.
Svo fór ég að skoða ættartöluna hjá tryppinu mínu.
Í ættartölunni sem ég fékk með honum stóð að hann væri undan Ófeigi frá Flugumýr. Svo fékk ég aðra nákvæmari um daginn og þar stóð að hann væri undan Bleik frá Þúfu í Ölfusi sem væri undan Ófeigi sem væri undan einhverri meri sem væri undan Skorra frá Gunnarsholti.
Þetta bara stenst engan veginn við upplýsingarnar sem ég fékk af www.hestur.is

Veit einhver hvað ég get gert til að fá þetta á hreint svo ég geti skráð þau ?

Takk..!
kveðja RuFFStuFF