Ég ætla að segja ykkur svolítið um merina mína hana Tinnu. En hún er 17 vetra og alveg æðisleg. Hún er brún og lítil, alveg rosalega fíngerð og nett. Hun er alhliða hryssa og með alveg frábært tölt og brokk. Og hún er með rosalegt skap, en veður ekki yfir mig.
Ég kynntist henni fyrst fyrir um 7 árum eða þegar ég var 12 ára. Vinkona mömmu minnar átti hana en þegar hún flutti í bæinn kom Tinna til okkar (ég bjó þá í sveit). Ég varð strax rosalega hrifin af Tinnu og var alltaf á henni. En ég var eiginlega sú eina úr fjölskyldunni sem náði sambandi við hana og hún gerði allt sem ég vildi að hún gerði. Ég keppti á henni einu sinni og gekk það alveg ágætlega og lentum við í 5. sæti, í tölti á íþróttamóti. Svo var hún búin að vera hjá okkur í rúmt ár eða hátt í 2 ár, þá ákvað sonur vinkonunnar að taka hana í bæinn. Og var Tinna þar heilan vetur. Svo fór hún til fola um sumarið og árið eftir eignaðist hún brúnt merfolald sem var nefnt Ör. Svo árið 2001 þegar ég flutti aftur til Íslands eftir að hafað verið í Þýskalandi í eitt ár, þá frétti ég það frá mömmu að það ætti að slátra Tinnu. Hún þótti of skapmikil og enginn nennti að eiga við hana. Ég bað mömmu um að gera eitthvað. Mamma keypti hana svo, eða skipti á kjöti í staðinn. Og svo gaf mamma mér hana þegar ég kom heim. Ég átti alveg yndislegt sumar í fyrra. Var búin að eignast Tinnu sem mig langaði alltaf svo rosalega í. Svo í Janúar tók ég hana í bæinn og gekk bara vel með hana þar. Og núna er ég búin að kaupa hana Ör, dóttir Tinnu, og tek ég hana í bæinn í vetur og ætla að temja hana sjálf. Þetta verður alveg örugglega frábær vetur með þeim mæðgum.