Undanfarið hefur borið á miklum áhuga á trúmálum hér á áhugamálinu. Er það gott og blessað. Ég vil þó brýna fyrir hugum að sumar greinar - þó ágætar séu - eiga ef til vill betur heima á Deiglunni eða Dægurmálum. Það eru greinar sem fjalla öðru fremur um mál líðandi stundar, trúmál í íslensku samfélagi o.s.frv. Greinar um trú og trúmál eru að sjálfsögðu enn vel þegnar á Heimspeki en þó að því gefnu að lagt sé heimspekilega út af spurningum um trú. Þetta áhugamál er helgað heimspekinni. Gætið því að tengja efni greina um trúmál heimspeki ef þið viljið birta þær hér. Annars mun trúarbragðaáhugamál vera í athugun.
___________________________________