Komnar eru tölur um virkni áhugamálsins í nóvember. Fjöldi flettinga á áhugamálinu var 6574 en hafði verið 8743 í október og því fer virknin minnkandi.

Engin ný grein var birt og einungis tvær myndir bárust og tvær kannanir. Það er mikið áhyggjuefni að ekki skuli meira sent inn en þetta, en þó verður virkni áhugamálsins að teljast töluverð miðað við þennan skort á innsendu efni.

Ég hvet notendur eindregið til að senda inn greinar um heimspeki (þær þurfa ekki að vera langar, 300-400 orð nægir í grein) og það er af nógu að taka; það mætti t.d. reyna að reyna “að skýra inntak og tengsl hugtaka og fyrirbæra á borð við sannleik, merkingu og tilvísun, skilning, þekkingu, skoðun, vísindi, skýringu, lögmál, tegund, samsemd, eðli, eiginleika, orsök, rök, vensl, nauðsyn, möguleika, lög, rétt, rangt, gott, illt, hamingju, dygð, skyldu, athöfn, atburð, réttlæti, réttindi, frelsi, vináttu, ást, fegurð, list”; einnig mætti skrifa stutta pistla um heimspekinga og sögu heimspekinnar.
___________________________________