Til að auka fjölbreyttnina hér á Heimspeki höfum við ákveðið að brydda upp á Spurningaleik. Í honum verða fimm spurningar hverju sinni, fjórar beint upp úr heimspekisögunni, en lokaspurningin verður að engu leyti tengd sagnfræðinni - þar verða spurningar einsog „hvað er dyggð?“ og þar fram eftir götunum. Auðvitað er ekkert eitt svar „rétt” við þeirri spurningu, en við ætlum að koma okkur saman um hver svarar henni bezt og veita honum stigin sem í boði eru. Hægt er að fá hvorki meira né minna en 15 stig í leiknum. Hálfur mánuður gefst til að senda svör, og umsjónarmenn taka sér aðrar tvær vikur til að ákveða sigurvegara og semja nýjan Spurningaleik. Svör skulu send á EkztaC eða gthth.

Annars vonum við bara að þetta falli í góðan jarðveg og að þáttakan verði sem mest.