Heimspeki Leonardo da Vinci (1452-1519) er best lýst sem “alhliða snillingi”. Hann var maður sem skaraði frammúr á flestum sviðum.
Hann var listmálari, myndhöggvari, vísindamaður, tónlistarmaður, verkfræðingur, fræðimaður og framúrskarandi arkitekt.
Hann fann upp m.a. skriðdreka, fallhlíf og flugvél.
Honum entist ekki aldur til að koma öllum hugmyndum sínum í verk einsog hlutskipti margs snillingsins oft er, en slík hugmyndaauðgi og öflugt ímyndunarafl hefur fallið í skaut aðeins fárra í veraldarsögunni.
...