Sælir.

Hér kemur ein rökþraut. Hún er í einfaldara lagi þessa vikuna.

En svarið við síðustu var að sjálfsögðu að hann gaf körfuna með einu eplinu.

Þraut 3.


Þrír verkfræðingar sóttu um starf. Þegar þeir komu til viðtals var ákveðið að þeir gengjust undir dálítið próf. Þeim var boðið inn í herbergi þar sem voru engir gluggar og veggir berir og aðeins eitt ljós í lofti og eitt borð við einn vegginn. (Með öðrum orðum: engin hjálpartæki.) Á borðinu voru 7 miðar. Fimm voru hvíti en tveir rauðir. Þeim var tjáð að á bakhlið hvers miða væri lím. Ljósið yrði slökkt og í myrkrinu yrðu þrír miðar teknir af handahófi af borðinu og límdir einn á enni hvers þeirra um sig. Farið yrði með afganginn af miðunum út úr herberginu áður en aftur yrði kveikt ljós. Þegar ljósið yrði kveikt ætti hver þeirra um sig að finna út hver liturinn væri á þeim miða sem hann hefði á enninu. Sá þeirra sem fyrstur segði réttilega hver væri litur miðans á enni hans - og gæti rökstutt svarið - hann fengi starfið.

Nú er þetta gert og þegar aftur kviknar ljós eru engir aukamiðar í herberginu, aðeins eftirlitsmenn prófsins og verkfræðingarnir þrír. Þeir hafa allir hvítan miða á enni sér. Þegar stutt stund er liðin segir einn þeirra: Ég hef hvítan miða á enninu!
Hvernig gat hann rökstutt það?


Jæja… endilega ef þið hafið svarið ekki posta það hér á korkinn… sendið mér það bara.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”