Eins og glöggir menn hafa e.t.v. tekið eftir þá er skoðanakönnun í gangi hér á heimspeki sem spyr hvort að glasið sé hálftómt eða hálffullt.

Fyrir mér þá er þetta frekar einfalt.

Glasið er hálffullt ef þú ert sáttur við magnið í glasinu, glasið er hálftómt ef þig langar í meira.

Margir vilja meina að glasið sé hálftómt hjá þeim sem eru þunglyndari og öfugt. Ég tel mig ekki vera þunglyndan mann og ef ég væri spurður þessarar spurningar án þess að eitthvað glas væri fyrir hendi þá segði ég sjálfsagt að glasið væri hálftómt, sjálfsagt af því að mér þykir sopinn góður.

Annars fer þetta bara eftir því hverju fólk er vant að segja, en persónulega finnst mér þetta asnaleg spurning :).

Atli