Síðustu 3 dagar hafa sennilega verið þeir erfiðustu, furðulegustu og skemmtilegustu í mínu lífi (hingað til allavega).

Ég varð nefnilega svo heppinn að verða vitni að því þegar ég og konan mín eignuðumst 50cm langann 3.6 kílóa strák.

Ef þetta fær mann ekki til að hugsa um lífið og heimspeki þá veit ég ekki hvað þarf til.

En mikið rosalega er þetta erfitt. Hef aldrei orðið eins þreyttur án þess þó að gera neitt.

Konur eiga skilið mikið hrós fyrir að standa í þessu. Forsetinn ætti að sæma allar konur sem fara í gegnum þetta fálkaorðuna. Alveg á hreinu að þetta er margfalt erfiðara en margt af því sem fálkaorðuþyggjendur gera.

Langaði bara til að deila þessu með ykkur.

Kveðja Gabbler, stoltasti pabbinn á íslandi í dag.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”