Ég var að spá varðandi tímann.. ef tímaferðalag væri mögulegt,
þe gætum farið segjum aftur í tímann, væri þá ekki þegar kominn einhver úr framtíðinni ? sko, þurfum við að vera fremst í “tímaröðinni” ? Ef ég færi aftur í tímann til ársins 1950 að þá sæji ég hluti sem hafa gerst, gerast aftur. En ef hér núna væri einhver úr framtíðinni, þá væri hann að sjá allt sem hefur þegar gerst, og bæði við og fólkið árið 1950 hefðum bæði enga hugmynd um það..

Svo er annað. Segjum að ef einhver fer og breytir einhverju sem hefur gerst td að koma í veg fyrir að hitler fæðist, segjum það. Myndi þá allar sögubækurnar hverfa úr hillunum ?
Síðan myndi þessi maður koma aftur til baka og þá myndi yfirmaðurinn spyrja: Hverju breyttiru? Og hann myndi svara : ég drap hitler og kom í veg fyrir stríð ?
Myndi þá ekki yfirmaðurinn segja: Um hvað ertu eiginlega að tala!!?
Það er spurning, ef einhverju yrði breytt, myndi þá minningar hverfa eða bætast við allt í einu, myndu hlutir hverfa eða birtast bara allt í einu eða munum við sitja uppi með allskonar hugsanir og hluti sem voru aldrei gerðir ?

Hvað varð svo um “tímagatið” ef ég hef lesið í 10 klst bækur um eitthvað sem er síðan breytt og komið í veg fyrir. Hvað gerði ég þá í staðinn fyrst að bókin hefði þá aldrei verið gerð..eða las ég bara eitthvað sem ég allt í einu skil síðan ekkert í…
Að lokum þetta klassíska: Ef ég fer til baka og drep sjálfan mig, get ég þá lifað til að komast aftur í tímann til þess að drepa mig, þannig að eftir allt saman mun ekkert gerast ?

Það er því ansi erfitt að ímynda sér tímaferðalag og það hlýtur eiginlega bara að vera óhugsandi..