Þetta á að virka sem skýringartexti á myndina
sem ég sendi inn.

Þetta er “mandelbrot-settið”.

Þótt ótrúlegt megi virðast byggist þessi mynd
á sömu einföldu jöfnunni og síðasta mynd.
Sé zoomað inn á myndina má sjá að minni eintök
af henni. Fyrir hverja svona mynd eru óendanlega
mörg minni eintök. Það er dálítið óþægilegt að
huga um þetta og þið spyrjið kannski hvaða
brjálaða manni datt svona óþolandi hlutur í hug.

En þetta á sér upphaf í óreiðukenningunni og
spurningin er “hversu löng er ströng Bretlands”.

Sé hún skoðuð á landakorti er ekki erfitt að mæla
það. Sé zoomað inn á sjálfa ströndina kæmu í ljós
víkur og firðir. Ströndin myndi því ónetanlega
lengjast. Sé zoomað enn nær sæum við kletta, síðan
steina, sandkorn og þar fram eftir götunum.

Kæmi þá ekki í ljós að ómögulegt er að segja
“nákvæmlega” fyrir um hversu löng ströndin er?

Og ef vel er að gáð, líkist þessi mynd ekki einmitt
vogskorinni strönd?<br><br>An infinite number of monkeys typing on an infinite number
of typewriters are able to, and will most probably,
produce an infinite amount of gibberish. –quote me!