Ja, viss pæling kom uppí hausinn á mér á meðan ég var á vappi í kópavogi um daginn þegar ég var að hugsa um allt þetta ljóta sem gerist í heiminum, glæpi o.s.frv.
Ef mér finnst eithvað vera ljótt(ósiðlegt, eða bara eithvað), og öllum finnst það líka þá gerir það þann hlut rangan. Er það ekki?
Ef svo er þá ef allir mundu gleyma að það væri “ljótt” að gera þennan hlut, væri hann þá “ljótur”? Nei, er það nokkuð?
Sem dæmi má taka að ef ég heiti Jón, og allir(að meðtöldum mér) gleyma því, heiti ég þá Jón? Nei, er það nokkuð?
Þannig að hlutir sem okkur finnast “ljótir” eru þá bara ekki rangari en aðrir, við bara gerum þá “ljóta”.

Ef þessi rökfærsla er rétt, er þá til eithvað sem má kalla rétt eða rangt(hér er ekki verið að tala um veraldlega og órökrétta hluti, t.d. verður 1+1 aldrei 3).