Ég er með spurningu.

þrír ferðalangar gengu inná hótel til að gista yfir nóttina sem kostaði 10 krónur á mann s.s 30 krónur í allt.
Ferðalangarnir höfðu varla komið sér fyrir þegar þeir tóku eftir að rúmfötin voru óhrein. Þeir hið snarasta fóru og kvörtuðu við hótelstjórann sem hét því að láta skipta um rúmföt strax.
Þegar ferðalangarnir voru farnir upp í herbergi aftur bað hótelstjórinn vikapiltinn um að fara með 5 krónur til ferðalanganna í skaðabætur.
Þegar vikapilturinn var kominn upp áttaði hann sig á því að það er ekki hægt að skipta 5 krónum milli 3ja manna, þannig að hann hirti 2 krónur handa sjálfum sér og lét ferðalangana fá 1 krónu hvern.
Nú má segja að ferðalangarnir hafi í raun bara borgað 9 krónur hver víst þeir fengu 1 krónu hver til baka.
þrisvar 9 gera 27 plús 2 krónurnar sem vikapilturinn hirti gerir 29 krónur.
En nú spyr ég hvað varð um þessa eina krónu sem eftir er af heildar upphæðinni?<br><br>–
Heimurinn ownar ykkur