Mig langar að varpa fram einni lítilli spurningu hér á heimspekisíðunni, sem ég er búinn að pæla mikið í og verður æ flóknari með hverjum deginum!

Spurningin er: Ef alltaf er leikinn rökréttasti leikurinn í skák endar hún þá með jafntefli?

Spurningin er þekkt en ekki hefur tekist að sanna hana ennþá! Mér skilst að auðvelt sé að sanna að við sömu forsendur í myllu endi hún með jafntefli. Málið er kannski hvort ekki sé að ræða eðlismun frekar en stigsmun á þessum tveimur leikjum!

kveðja loftu