Ég var að velta fyrir mér orðum Carl Sagans, sem hljóðuðu eitthvað á þessa leið:

It is far better to grasp the Universe as it really is than to persist in delusion, however satisfying and reassuring.

Er þetta rétt? Fyrir mig er tilgangurinn í lífinu það að lifa hamingjusömu lífi. Er það ekki vilji hvers og eins? Fróðleiksþyrstur vísindamaður gæti svarað þessu öðruvísi, e.t.v. að fá að vita sem mest. En er það ekki einmitt það sem gerir þann mann hamingjusaman?
Hvers vegna er best að trúa á það sem við sjáum, heyrum og skiljum í stað þess að trúa á eitthvað æðra ef það gerir einhvern hamingjusaman? Þetta á sér auðvitað ekki fótfestu ef trú manns skaðar eða traðkar á rétti annarrar manneskju, en að öðru leyti finnst mér þetta gott og gilt.

Hvað finnst ykkur?