…en mér finnst heimspeki vera í raun dauð og óþörf fræðigrein sem hefur unnið meira slæmt gagnvart vísindum en gott með t.d. að innleiða slæmt protocol í raunvísindi. Mér finnst svona eins og heimspeki sé að fást við einhver vandamál sem eru í raun ekki til staðar heldur aðeins fundin upp af heimspekingum til þess að hafa einhver vandamál að glíma við, þar sem þeir hafa engin verkfæri nema sínar eigin hlutdrægu skoðanir og fullyrðingar. Það var ekki fyrr en raunvísindi og heimspeki aðskildust sem framfarir urðu umtalsverðar í vísindum.
Þetta er allavega mín skoðun.

Hver svo sem ykkar er, þá ekki fara að segja að skammtafræði og heimspeki séu einhvernvegin samtvinnuð. Það sýnir bara að þið vitið ekkert um skammtafræði.

Bætt við 7. október 2010 - 00:03
Umræðu minni var kannski að mestu leiti beint að heimspeki sem vill tengja sig við raunvísindi. Þó það breytir ekki skoðun minni að mér finnst heimspeki í heild sinni vera óþörf í dag.

Ég var ekki að rökstyðja mál mitt því ég heinlega nennti því ekki. Mig langaði aðeins að varpa fram þessari pælingu.

Mér finnst margir vera í einhverjum skilgreiningar leik. Bara með því að skilgreina heimspeki sem allan andskotann þá eru þið að gera hana einhvernvegin mikilvæga.

Fólk nefnir hérna raunvísindi og stærðfræði sem einhverskonar undirgreinar heimspekinnar. Vissulega er sögulegur grunnur fenginn þaðan en í dag er aðskilnaðurinn orðinn algjör í raunvísindum og nokkuð mikill innan margra greina stærðfræðinnar.

Slæma protocolið sem ég var að tala um var það sem sett var af grikkjum til forna. Francis Bacon og félagar löguðu þetta.

Æjj ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta. Ef einhver bendir mér á eitthvað mjög nytsamt sem sprottið hefur úr nútíma heimspeki þá mun ég kannski endurskoða mat mitt.