Ég hef læðupokast hér inni lengi án þess að kvitta neinestaðar, engin ástæða er fyrir því, heldur hef ég aldrei viljað blanda mér í umræður sem myndast hérna, ekki það að þær séu eitthvað undir mér, þvert á móti, ég er bara einfaldlega þannig, þegar kemur að því að tjá mig um heimspeki í gegnum internetið, hef ég ekki taugar í það.

Heimspeki vill ég frekar ræða inní setustofu eða álíka umhverfi, beint við þá sem ég ræði við, ekki í gegnum tölvu eða síma.

Eitt aðalatriði þegar farið er út í heimspekilega umræðu er að hlusta.

Heimspekileg umræða er ekki kappræður, við erum ekki í morfis hérna, ef menn vilja kappræður eða harðar rökræður er heimspeki ekki rétta fagið.

Heimspekilegar umræður ganga út á að skilja, því vill ég bara minna ykkur á, notendur góðir, að lesa til að skilja og skrifa til að upplýsa en ekki lenda í hinni týpísku forum kappræðum sem vilja svo oft myndast inná öllum áhugamálum á huga.

Ég held að nú fari ég að leggja í að blanda mér inní umræður, því ég hef voðalega gaman af þessu áhugamáli.