Eitthvað bull sem ég var að velta fyriir mér um tæknilegan hugsunarhátt nútímans og fleira…

Nú hefur runnið upp tími sem einkennist af tækni, hraða og hagnýtingu. Áður fyrr störðu menn á tunglið og hugsuðu um hvað það upphafði mann og eins og Schopenhauer sagði á 19. Öld : „stjörnurnar, þær ásælist maður eigi, maður gleðst yfir fegurð þeirra“. Á 20 öldinni fóru BNA og Sóvét-ríkin í keppni hver gæti verið fyrstur að eigna sér tunglið og núna getur hver einasti maður getur farið á e-bay og keypt sér stjörnu eitthverstaðar þarna útí rassgati. Nú til dags sér fólk allt út frá hagnýti en ekki fegurð, gullfoss útfrá ferðamannaþjónustu, kárahnjúka sem efni í raforkuver o.s.f.v
Í gamla daga tóku menn sér tíma í að slá túnið með orfi og ljá, en núna keppir maður við tímann um að ná að slá sem hraðast með hjálp John Deer eða Ferguson. Er hraðinn að fara útaf með okkur eða liggur einhver hamingja í hraðanum? Er betra að hægja aðeins á sér, hugsunin liggur í hægðinni, eins og sést á gönguhraða fólks, og liggur skilningur í hugsuninni, og veitir skilningurinn ekki ákveðið fresi, frelsi sem veitir fólki ákveðna hamingju?

Martin Heidegger segir að tæknilegur hugsunarháttur nútímans einkennist af því að menn reyni að ná sem bestum árángri á sem skemmstm tíma, til dæmis þegar kemur að því að slá tún þá er reynt að gera það á sem skemmstum tíma en sammt ná að gera eins vel og hægt er. Reynt er að beita þessum hugsunarhætti á sem flest viðfangsefni þar á meðal samgöngur og fleira. Að líta á og meta alla hluti útfrá nytsemi og hvernig sé best hægt að hagnýta þá hluti kallast „að stilla hlutum upp til notkunar. Sem dæmi er hægt að taka beljur, þegar menn hugsa um belju með tæknilegum hugsunarhætti stilla þeir henni upp til notkunar, pæla hvernig sé hægt að fá hana til að mjólka sem mest, eiga sem flesta kálfa og verða svo að sem bestu kjöti. Þannig er beljan hagnýtt á sem bestann hátt.

Tiltækir hlutir er þeir hlutir sem not er fyrir og eru til staðar þegar við þörfum þá og sjáum þá í ljósi einhverra notagilda. Þegar við sjáum hluti ekki lengur sem tiltæka eru þeir orðnir fyrirliggjandi og þá sjáum við þá ekki lengur sem nýta hluti. Það gerist þegar hlutir til dæmis eyðileggjast, eða menn vita ekki fyrir hvaða not þeir eru gerðir eða ef þeir eru í eðli sínu fyrirliggjandi og ekki hægt að sjá þá með tæknilegum hugsunarhætti. List er t.d oftast fyrirliggjandi frekar en tiltæk.

Hvað finnst ykkur? Er hraðinn betri en hægðin? Eru Fyrirliggjandi hlutir tilgangslausir? Sjáum við allt út frá hagnýti?
Tíminn er eins og þvagleki.