Jú, ég verð að segja að mér finnst það óþæginleg tilhugsun að eftir að maðurinn hafi lifað í 200 þús ár að nú séum við að skemma jörðina okkar og að jörðin sé jafnvel að eyðast og skemmast, vatn er farið að verða sjaldgæfara og búist er við vatnsskorti og allskonar dót. (ég er samt ekki að segja að heimurinn eyðist 2012 :P)

Er ég einn um það að vera svekktur og svolítið hræddur um það að nú sé ekki mikið eftir, þegar maðurinn er orðinn þróaður, lífsgæðin frábær (hjá flestum), og allt orðið flott. Ég vill gjarnan hafa jörðina í lagi næstu svona 2000+ ár…

Hvað finnst ykkur?