Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan í gærnótt.

Segjum nú ef geimskipið mitt kæmist á ljóshraða, þá myndi enginn tími líða… ef ég myndi horfa í gegnum gluggann og ég væri með nógu snögg viðbrögð til að sjá eitthvað af viti í gegnum gluggann á geimskipinu (ég væri inni í borg, loftlaus en með fólk í geimbúningum) myndi fólkið ekki hreyfa sig á “endalusum hraða” þar sem enginn tími liði inní geimskipinu? Ef við færum á ljóshraða í eina sekúndu, værum við þá ekki komnir á endamörk alheimsins (tímalega séð)?
Ef það líður enginn tími hjá manni, af hverju ætti maður að þurfa að “bíða” eftir að maður geti komið aftur til jarðarinnar og aparnir búnir ða ná völdunum, ef það líður enginn tími hjá manni?