Ókei, ég var andvaka eina nótt og fór að velta því fyrir mér hvað verði um okkur eftir dauðann.
Líkamsstarfsemin hættir að sjálfsögðu og allt það. Síðan er mjög umdeilanlegt hvað verður um sálina - ef fólk trúir á annað borð að við höfum sál - og ég persónulega vona að við förum frekar á einhvern friðsælan stað, ljósið, himnaríki, nirvana eða hvað sem maður vill kalla það,
frekar en að “vakna” undir grænni torfu meðal rotnandi ættingja sinna og eyða þar restinni af tilverunni.
En hvað svo?
Í rauninni lifum við áfram sem minningar; minningar fólksins sem þekkti okkur og við verðum skýrari þegar skoðaðar eru myndir og video af okkur, lesið það sem við höfum skrifað, skoðað það sem við höfum teiknað o.s.frv.
Svo með tímanum fara minningarnar að dofna, þar til einn daginn við verðum gleymd.
Þá tilheyrum við bara því sem var - fortíðinni, endur fyrir löngu, í gamla daga, forfeður o.s.frv.

Veit ekkert hvert ég er að fara með þennan pistil en langaði bara að koma þessu frá mér n.n