Til hvers erum við hér á jörðini?Ég skil þetta ekki alveg.
Við fæðumst og gerum saman sem ekkert þangað til við erum orðin sex ára og þá förum við í grunnskóla og höngum í hvítri holu og lærum það sem gerðist fyrir mörgum árum og verðum þar í um það bil 10 ár, hugsið ykkur 10 ár. Síðan förum við í menntaskóla og undirbúum okkur fyrir háskóla og sumir sem fara t.d læknisnám eru búin að vera í skóla í 20 ár eða meira í skóla alla sína ævi, 20ár sóuð í að undirbúa sig í að þjóna öðrum í 40 ár eða meira.
Vorum við sett á jörðina til að gera þessa hluti eða erum við bara lifandi í misskilningi, kannski eigum við bara að njóta lífsins og gera ekki neitt.