Veit að þetta hefur lítið með heimspeki að gera, en mér finnst þessi gáta vera svo erfið en samt góð að ég bara varð að deila henni með nokkrum! Allaveganna.

Það er félag sem að hjálpar fólk sem er í vandræðaleikum með ástarsambönd sín. Í félaginu starfa aðeins sálfræðingar og lögfræðingar sem eru ráðgjafar. Sálfræðingarnir segja alltaf sannleikann, en lögfræðingarnir ljúga alltaf. Í vikunni kom maður við sem að hét Páll. Hann vildi vita hvort að hann ætti að gifta sér með kærustuna sína Pálínu, en hann hafði bara efni á að kaupa eina spurningu. Hvaða spurningu þarf hann að spyrja til þess að fá svarið “já” ef hann ætlar að spyrja ráðgjafann hvort hann ætti að gifta sig við Pálínu?

Hugsið vel og vandlega og ekki segja neitt nema þið leysið gátuna. ;)

Bætt við 19. mars 2009 - 04:48
Vill bara bæta við til að komast hjá ringulreið:

- Við vitum ekki hvort ráðgjafinn sé lögfræðingur eða sálfræðingur

- Sálfræðingurinn mundi svara “já” ef hann spyrði beint út “Ætti ég að giftast Pálínu?”