Ég las bókina Hitchhikers guide to the galaxy og það var ári eftir að ég lauk að lesa hana að ég fór að fá töluna 42 á heilann, og einhvernveginn þá fannst mér svo rétt að hún væri svarið við spurningum alheimsins.
Við förum öll í gegnum lífið og pælum í því, hver sé tilgangur lífsins, hvar er upphafið, hvað er, hvað er ég.
og það tók að mótast hugmynd í huga mínum og öllum spurningum hef ég svarað 42.
ástæðan fyrir því er einföld, við vitum svarið, við hörfum alltaf vitað svarið hvort sem við komum orðum að því eða ekki, við höfum öll okkar svör við spurningum alheimsins en við skiljum svörin ekki því spurningunar vitum við ekki.
Það er staðreynd, til að skilja svarið, verðum við að skilja spurninguna.
Erum við að leita á vitlausum grundvelli. eigum við kannski að einblýna á eitthvað annað, erum við að pæla, hugsa of mikið út í þetta til að geta nokkurntíman komist að einfaldri, þægilegri niðurstöðu.