Ég hef oft velt fyrir mér að áður hélt fólk að jörðinn væri flöt, en svo kom í ljós að hún er hnöttótt. Hvernig var þá þráðbein lína fundin um…og búin til reglustika úr henni? Við hvað var miðað þegar búa átti til beina línu? Varla gátu þeir notað hluta af jörðinni, sem er hnöttótt, og miðað við hana? Eða hvað? Verður bein lína út henni fyrst hún er svona risa risastór? Er reglustikan örugglega bein?

Þetta hef ég verið forvitin um síðan ég var í grunnskóla. Öll hugsum við eitthvað heimspekilega. Ég hef aldrei rætt um þetta fyrr en bara núna og hef alltaf ætlað að skrifa þessa grein á huga.is. Hvað haldið þið um þetta?