Jæja, nú styttist í fyrirlesturinn minn og tveggja annarra kvenna með mér í bekk, um marxismann í listum!!! Það hefur verið erfitt að færa þetta yfir í listir, því við þurftum líka að þýða þunga háfleyga ensku yfir á íslenskt mál.

Það er búið að vera mjög flókið að flytja skoðum Karls Marx yfir í listir. En þangað til kennarinn okkar í Myndlistaskólanum (en hún kennir okkur ekki í þessari grein en er SÚPERKLÁR!!!!) Hún sagði að maður getur fært ýmsar heimspekiskoðanir yfir í listir, því þegar maður gerir listaverk er það alltaf samtíminn sem hefur áhrif á listamanninn…hann gerir ómeðvitað listaverk um það sem er að gerast á sínum tíma lífsins. T.d. ef listamaður byggi þar sem alltaf væri verið að tala kommúnistalega, þá verður myndefnið ómeðvitað þannig. Marxisminn snýst um verkalýðinn og arðræningjana. Marx stóð með verkalýðnum og fékk hann til að berjast fyrir sínu…þannig urðu myndefnin..um fátækt vinnandi fólk.

Ef ég væri t.d. listamaður á tímum impressjónista, þá væri ég úti með trönurnar, í kuldanum að mála hratt eftir landslagi. Þá væri málverkið þannig að þegar maður kemur nálægt því og skoðar, eru það örfáar málningarstrokur, en í fjarlægð virkar það sem mjög raunverulegt landslag…ÓTRÚLEGT hvernig impressjónistar fóru að þessu!!!!! Tíminn hefur alltaf áhrif þótt listamaðurinn hefur ætlað sér að gera um annað tímabil í verkinu…það er ómeðvitað og bara GERIST!!!!