Ef að efni er fast í huga mannsins, hvað er þá efni í “huga” alheimsins? Ég er einungis draumur lifandi í heimi hugmynda. Ef að orð eru tjáning mannsins, ef að skrift er tjáning mannsins, og ef hreyfingar eru tjáning mannsins, hvað er þá tjáning? Hver fann upp “orð” og hver er mælikvarði og notkun þeirra?.

Mælikvarði er notaður til að ákveða staðfestu dæma, orða og pælinga, rökfesta er dómurinn. Hvað eru lög án mælikvarða? Ekkert það er víst?. Heimspeki er án mælikvarða og því kölluð heimspeki í heimi manna röksemdar, ef að maðurinn sem fann mælikvarðan sem allir samþykktu því augu þeirra allra gátu samþykkt það og fundið það sama út og fyrri maðurinn, ef fólk hefði ekki samþykkt það hvað væri þá “mælikvarðinn” okkar í dag?. En já mælikvarðinn var og er víst samþykktur, það er ástæða að mannkynið er eins og það er í dag.

Eina sem þarf til að fella kerfi er að styðja rök þessi að þessi “eina skrúfa” á sér enga rökfestu við fyrrgreint mál. Kerfi mannan er svo að það virkar einungis ef að allt á bak og fyrir stenst rök og mælikvarða þessnefnds umhverfis, við sama augnablik og eitthvað breytist í umhverfinu þá getur þetta kerfi sem hugsað er um ekki staðist lengur.

Ef öll kerfi virka, en einnig falla hvað er þá okkur til varnar að öll hugsun og rökfesta detti um gólf niður og hætti að varna okkur? Nú það að stöðugt einblína að einum punkti í staðin fyrir heildinni, mannshugurinn er svo gerður að geðveiki felst í heildinni en stöðugleiki í punktinum.

Það sem sagt er um það að “guð” ef hann er til eður ei, getur ei verið skýrður með manna orðum, dæmdur með manna orðum er rétt í sinni merkingu, þar sem maðurinn getur ekki í augnablikinu eða aldrei má vera séð heildina í sinni heildar mynd án þess að týna sér og rökum sínum gagnvart öðrum.

En þá komum við að rót vandans, hvað er það sem að gerir það að verkum að “sjálf” þurfi að vera til, umhverfið, við ölumst upp meðal fólks sem að viðheldur “sjálfinu” til að lifa af því að lifa án “sjálfs” er “geðveiki” að lifa án “sjálfs” er að lifa í straumnum og vera partur af heildinni.

Til að sjá heildina, þá þarftu að vera heildin, ekki hópurinn ekki sjálfið heldur heildin af straumnum, utan straumsins í sjálfinu er ei mögulegt að sjá heildina án þess að stríða gegn sjálfinu þar sem að heildin er þverstaða á sjálfið.

Heildin án sjálfs og hóps er kerfið.

Hugsaðu nú.