Oft að kvöldi til hef ég horft til himins og séð milljónir stjarna á himninum sem virðast svo nálægt okkur. Þá fer ég oft að láta hugann reika um lífið og tilveruna.
Til að mynda hef ég oft velt því fyrir mér hvar ég myndi enda ef ég myndi fara á geimskipi eins langt og ég gæti. Þ.e.a.s. ég gef mér þá að ég væri ódauðlegur og ekkert stæði í vegi fyrir því að keyra “endalaust” áfram í geimnum. Myndi ég einhvern tíma koma að “enda”?, myndi ég á endanum fara hring?, hvað leynist þarna langt, langt útí himingeimnum? Svörin við þessum spurningum vitum við ekki og því er einmitt svo gaman að velta þessu fyrir sér.
Annað sem ég hef mjög gaman að því að velta mér uppúr er pælingin sem kom í myndinni Men In Black. Ég hvet alla til að skoða þessa mynd, þrátt fyrir að í henni sé ekki beint brotið blað í kvikmyndagerð þá er endaatriðið góð pæling um tilveru okkar.
Magnus Haflidason