Tungumál þróast, verða flóknari og auðveldari til skiptis - hægt er að taka sérhljóðakerfi íslenskunnar sem dæmi hér.

verður á endanum eitt alríkjandi fullkomið tungumál? Tungumál sem er auðlært en samt fjölbreytt og sinnir öllum þörfum okkar. Það myndi gefa okkur helling af tíma til að sinna öðrum hlutum, við myndum hætta að eyða tíma í að læra önnur tungumál o.s.frv.

Lífverur þróast, verða flóknari og fjölhæfari - vængir, fætur, þumalputtar…

Verður á endanum eitt ríkjandi samspil t.d. þriggja spendýra sem sinna öllu sem sinna þarf? Þróunin er í gangi, mun hún einhverntíman enda? Er ég að gleyma einhverju?