Afsakið bara ef þetta á heima annars staðar. En þetta orð (ekkert) hefur farið mjög í taugarnar á mér þar sem ég pæli allt of mikið í því og laangaði bara að deila þessu með ykkur.

°Ekkert getur verið ekkert, það er bara þannig.

°Ef þú ert á msn og segist vera að gera ‘'ekkert’' þá ertu að ljúga, þú ert alltaf að gera einhvað, t.d. svara þeim sem spurði þig hvað þú ert að gera.

°Ég spurði systur mína hvort hún vissi um einhvað sem er ekkert, hún svaraði ‘'loft’', það er ekki þannig, loft er loft, þú gætir ekki lifað án þess.

°Orðið ekkert ætti maður ekki að þurfa að nota því ekkert er ekkert.

°Ég athugaði í orðabók hvað orðið ekkert þýddi. Ekkert er hvorugkynsorð yfir enginn.

°Reyndar er mögulega hægt að segja að maður hafi ekkert áhugamál. Það er hægt. Eða að maður sé ekkert svangur. En ekkert áþreifanlegt getur verið ekkert.

°Jaa, einhver í bekknum mínum sagði; ‘'Hvar er maður ef maður er ekki til?’' ég velti þessu smá fyrir mér og fann svarið; ‘'Hvergi’'. Ef maður er ekki til getur ekki verið að maður sé einhverstaðar.

Mér finnst ekki gaman að fá einhver skítköst, en ég stjórna ekki hugum þannig fólks…

Takk fyri