Ég hef ekkert að gera og ein pæling hefur verið föst í hausnum á mér síðan ég var 10 ára og sá eitthverja mynd, svo vaknaði þetta verulega upp aftur þegar ég sá meet the robinsons, og svo loksins varð ég bara að koma þessu frá mér þegar ég las þetta áðan.

Segjum að ég fari fram í framtíðina og hitti mig 40 ára, fari svo aftur á réttan stað og haldi áfram að lifa. Myndi þetta ekki skapa hringrás því ég lifi alltaf sama lífi og ég, þannig að líf mitt yrði eins, þannig að þegar ég yrði 40 myndi ungi ég koma til mín? Þannig ég myndi bæði hitta 40ára mig í æsku og unga mig fertugur?
Tíminn er eins og þvagleki.