Þegar þetta er skrifað er eftirfarandi texti í kubbinum “Mig vantar handklæði - heimspekilegar tilvitnanir” :
Ekkert foreldri getur varið barn sitt fyrir ágengni þess ofstækis sem helst sækir að þeim hjörtum og sálum sem ekki hafa fengið næringu trúar, ekki hafa fengið viðmið helgra sagna og helgrar iðkunar og ein megna að hamla gegn áhrifum sálardeyðandi og mannskemmandi guðleysis og vantrúar.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands í predikuninni “Hvernig manneskja viltu vera”, 6. mars 2005.
Ég sé ekki alveg hvernig þetta er heimspekileg tilvitnun, ég sé bara vitleysu og trúaráróður. Þetta er tilvitnun í trúaráróðursprédikun frá manni sem er hættulega valdamikill miðað við þröngsýni og íhaldsemi sína og ævafornar skoðanir.
Það væri svosem ekki í fyrsta skipti sem ég hef rangt fyrir mér, þannig að mér datt í hug að gera bara kork um þetta til að heyra hvað ykkur finnst. Er þetta viðeigandi?