Við gætum verið örsmár punktur í miklu stærri heimi, þar sem við erum staðsett í loftinu í formi ryks og munum aldrei lifa til að komast að því hvernig heimur er í kring um okkur. Einnig geta litlir heimar verið í okkar heimi í formi minni eininga s.s. rykkorna. Önnur skyld kenning er að tíminn sé breytilegur eftir þessum heimum, þ.e. er margfalt hægari í stærri heimunum en hraðari í þeim minni. Þannig að áður en maður getur t.d. ryksugað rykkornið hefur orðið heimsendir í þeim heimum sem þar leynast en hugsanlega aðrir skapast á móti.