Ég ætla að setja fram kenningu. Það hvort ég trúi henni eða ekki skiptir ekki máli. Kenningin snýst um það að heimurinn hafi orðið til um hádegi í dag. Skapari heimsins plantaði þeirri blekkingu inní hausinn á okkur að við hefðum verið til í mörg ár og að jörðin sé nokkurra milljarða ára gömul og alheimurinn miklu eldri en það. Hann skapaði heiminn, eins og við þekkjum hann, í dag og hann skapaði vitneskju (lét reyndar smá blekkingu og misskilning fylgja með) okkar um heiminn í dag.

Er einhver hugaður hugari sem getur afsannað þessa kenningu?

Ég þori reyndar að fullyrða að þið getið það ekki enda eru engir prófanlegir þættir í kenningunni. En það sama á við um flest ef ekki öll trúarbrögð og samt eru menn að reyna að afsanna tilvist guðs, eins eða fleiri, eða anda á vísindalegum forsendum. Sum trúarbrögð hafa reyndar, andstætt þessarri kenningu, þann þátt að maður geti fundið návist Guðs eða einhverrar andlegrar og óefnislegrar veru, en það felur líka í sér þátt sem er ekki prófanlegur enda hæpið að hægt sé að mæla hvort tilfinning sé raunveruleg eða óraunveruleg, byggð á réttum eða röngum forsendum o.s.frv. Sá sem upplifir tilfinningu er einn til frásagnar.

korekt mee iff aim rong;