Jæja, þar sem ég er ein af þeim fáu og fávísu sem þurftu að kjósa “ég veit það ekki” í þessari manneðliskönnun, langar mig til að þeir sem vissu svarið deili með mér visku sinni ;)

Þið sem kusuð “já”, hvert er þetta eðli sem er sameiginlegt öllum mönnum?
Og er þetta eðli eitthvað sérmannlegt, Eitthvað sem finnst ekki hjá öðrum lífverum?
Liggur svarið kannski bara í litningunum, manneðlið er þá litningur nr.x ?
Og munduð þið þá telja það sé líka til sérstakt karl-og/eða kveneðli?

Og ef svarið var “nei”, af hverju sögðuð þið það?
Er kannski bara ekkert til sem heitir eðli?
Eða eru manneðlin mörg, td 1005 að tölu, Siggi og Jói hafa þá kannski bara sitthvor 65 eðlin og þurfa ekki endilega að eiga neitt sérstakt sameiginlegt? En hvernig veit maður þá að þeir eru báðir menn?
Og því ruglast maður ekki stundum á manni og hundi?


Eða…skil ég kannski bara ekki eðli spurningarinnar? ;)


Kókos