Ég ætla að byrja þennan kork á að segja að ég er mjög trúaður. Ég er ekki þessi venjulegi Íslendingur sem fer í kirkju á sunnudögum og hlusta ekki á neitt. Ég er mjög aktívur í trúarstarfi og hef raunverulega FUNDIÐ FYRIR Guði!

En ég hef tekið eftir því að svo margir sem ég hef rætt við sem telja sig heimspekinga(þekki t.d. marga sem eru að læra heimspeki) sem afneita kristni trú algerlega og segja sig hafa rök fyrir því. En hvernig er hægt að afneita Guði? Þetta er einn af grundvöllum lífsins. Kristni líka svo heilsteypt, hérna er bók sem útskýrir heiminn OG tilgang lífsins. Hvaða vísindi hafa nokkurntíma gert það? Þannig að reyna að afneita þessu með einhverjum rökum er ekki hægt. Þegar ég fer á samkomu FINNUR maður RAUNVERULEGA fyrir Guði. Það er ekki hægt að afneita svo raunverulegum hlutum. Þetta er eins og að afneita því að maður finni í raun fyrir hljóði eða að einhver rekist á þig. Þú getur efast um að eitthvað er grænnt, gult, stórt eða hávært hjóð, EN þú getur ekki efast um að þú finnir fyrir því. Og það er hægt að finna fyrir Guði, þú veist kannski ekki nákvæmlega hvernig Hann lítur út en maður veit allavega að hann er til, því maður FINNUR fyrir Honum.

Svo eru líka staðfestar sögulegar heimildir fyrir tilvist Jesú Krists. Þarna er þetta eiginlega allt komið, hægt er að finna fyrir Guði og það eru STAÐFESTAR heimildir fyrir komu hanns til jarðarinnar og skrifað heila bók um atburðinn. Fólk sem ekki getur keypt eitthvað sem liggur svona beint fyrir framan nefið á því finnst mér bara vera að reyna að vera að finna eitthvað að öllu(ekki það að ekki séu til svör í biblíunni við gagnrýni þeirra!). Kenningar eru sannreyndar með því að þær hafi verið til lengi og hafa virkað, eins og tildæmis þyngdarlögmálið, en kristni er búinn að vera til í nútímalegum skilning í 2000 ár og búið að reyna á þetta. ÞETTA VIRKAR!

Það eina sem ég vil segja ykkur er að koma á samkomu og láta reyna á þetta. EKKI í þjóðkirkjunna. Hún er svo dauð eitthvað, prófið að kíkja í kirkju sem er meira lifandi og ég skal lofa að þið FINNIÐ fyrir Guði. Og ég skal líka lofa því að þið verðið ALDREI söm eftir slíka upplifun!

Bætt við 15. nóvember 2007 - 15:13
Ég sé að flestir hérna vita ekkert hvað þeir eru að tala um, hafið líklega ekki einusinni lesið Biblíuna. Líklega eruð þið þó öll fermd sem er soldil hræsni, en mér finnst þið bara að vera að ákveða áður en þið prófið. Trúfélög þróast líka og þessvegna skora ég á ykkur að prófa að fara í eitt lifandi trúfélag, þ.e.a.s. ekki Þjóðkirkjuna, og sjá hvort þið upplifið eitthvað. Ef það virkar ekki fyrir ykkur þá farið þið líklega á slæman stað að þessu lífi loknu, sem ég vona að gerist ekki. En ég mun biðja fyrir ykkur.