Ég var að velta því fyrir mér hvaða skoðun hugarar hefðu á því hvort óendanlegt væri alltaf jafn stórt eða hvort óendanlegt geti verið tvöfalt stærra en annað óendanlegt.

Til dæmis. Er talnamengið Rauntölur stærra en talnamengið jákvæðar Rauntölur.

Auk þess.
Ef við teiknum tvö strik á blað. Annað nær 2 rúður, hitt nær 4. Fyrir hvern punkt sem bent er á á lengra strikinu má finna samsvarandi punkt á því styttra. Innihalda þá strikin tvö jafn marga punkta, óendanlega? Eða inniheldur lengra strikið tvöfalt fleiri óendanlega punkta?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig