Svona til að vekja smá umræðu.
Þegar tré fellur og ekkert og engin er nálægt, heyrist þá hljóð?
Þessi spurning er aðeins öðruvísi á ensku
If a tree falls in a forest and noone is around to hear it, does it still make a sound?
Þegar hún er á ensku er svarið já (hljóð myndast þó enginn heyri það). En hins vegar er íslenska útgáfan aðeins öðruvísi orðuð og svarið verður þá að mínu mati nei.
Þar sem að spurt er um hvort hljóð heyrist, ekki hvort hljóð verði til og þar sem að enginn er til að heyra á hljóðið þá er svarið þ.a.l. nei.

Hvað segið þið?