Könnunin telur þú vantrú á tilvist heimsins sé skynsamleg?

Mitt álit er það að heimurinn er bara orka sem dafnar út í eilífðina. Ef orka kemur og fer er hún til? Við erum t.d hluti af heiminum, erum við til? Við erum vitund sem hefur athygli á hugsannir okkar alla ævi, hugsannir koma og fara, líkaminn er sífellt að endurnýja sig. Þannig útfrá því hvað erum við? Við erum ekki hugsannir því þær koma og fara, við erum ekki líkaminn okkar því hann breytist, deyr og er takmarkaður. En í öllum mönnum er eitthvað eðli sem aldrei deyr og við fæðumst með, þannig við hljótum að hafa eitthvað innra með okkur sem ekki er komið af þessum heimi, heimi takmarkanna. Því hvernig er hægt að trúa á heim sem endar með að deyja af því að hann dó áður en hann byrjaði. Heimurinn er ekki til, en óendanleikinn er til allavega vona ég það…

Einhver á sama leveli og ég?

Bætt við 13. ágúst 2007 - 18:01
en óendanleikinn er til allavega vona ég það…

meina eilífðin
//